Öll brúðhjón sem að gera gjafalista hjá Snúrunni fá gjafabréf að verðmæti 10% af öllu því sem er keypt af listanum. Að gera brúðargjafalista er skemmtilegur hluti af undirbúningi brúðkaupsins og tryggir að brúðhjónin fái fallega muni fyrir heimilið sem hentar þeirra stíl.
Það er bæði hægt að gera gjafalista hér á snuran.is og í verslun okkar. Við veitum persónulega þjónustu og aðstoðum tilvonandi gesti við að finna réttu gjöfina af listanum ykkar.
Svona gerir þú gjafalista á snuran.is
1. Fyrsta skref er að stofna aðgang
Þá er byrjað á því að velja “Nýskrá” hérna hægra megin á síðunni. Við það að nýskrá þig færðu sendan tölvupóst frá Snúrunni á það póstfang sem þú skráðir. Þú þarft að staðfesta aðganginn þinn í tölvupóstinum svo að þú getir skráð þig inn.
2. Setja inn upplýsingar um notanda
Þegar þú ert komin inná "Mitt svæði" þarftu að setja inn upplýsingar um heimilisfang og símanúmer.
3. Búa til gjafalista
Þegar þú ert komin með virkan aðgang og búin að skrá inn uppýsingar er komið að því að búa til gjafalista. Frekari leiðbeiningar er að finna þegar þú ert komin með virkan aðgang.
4. Staðfesta listann
Mikilvægt er að staðfesta gjafalistann og vista. Við það er listinn komin í kerfið hjá okkur og/eða á snuran.is. Engar áhyggjur það er alltaf hægt að bæta á og breyta listanum.
Ef það koma upp einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu á snuran@snuran.is eða facebook.