X
  • OPNUNARTÍMI: MÁN-FÖS 11-18  LAU 11-16
  • FRÍ heimsending af gjafavöru ef verslað er fyrir 15.000 kr.*
  • (+354) 537 5101

MR. BIG sófi

Verð frá: 550.440 kr.
Sérpöntun
Við bjóðum uppá heimsendingu gegn gjaldi. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar

MR. BIG sófi frá Bolia

Bolia er danskt merki sem sérhæfir sig í húsgögnum. Vörurnar frá Bolia eru í skandinavískum stíl og njóta mikilla vinsælda í evrópu. Hjá Bolia vinna margverðlaunaðir hönnuðir sem leggja hjarta og sál í hönnunina. Bolia merkið/verslunin er þekktast fyrir sérhönnuðu sófana sem viðskiptavinir setja saman eftir sinu höfði.

 

 

"Imagine your entire family and all your friends sitting in one huge, comfortable sofa. Sounds impossible? Not with our MR. BIG. He was created to fulfil your every wish ? whether you're into an Open End sofa or just a big, big, big BIG sofa. With five modules, you can shape him anyway you want."

 

 

Vantar þig sófa til þess að koma allri fjölskyldunni fyrir í. MR. BIG er einingasófi, sem þýðir það að þú kaupir hverja einingu fyrir sig og setur saman sófann eftir því sem að hentar þér og þinni fjölskyldu. Með fimm mismunandi einingunum sem hægt er að fá getur þú skapað stærð og snið eftir því sem hentar. Það er virkilega gaman að færa til einingarnar og setja sófann upp á "óhefðbundinn" hátt, því þú getur alltaf breytt aftur og fært til. Það eru festingar undir sófanum til þess að festa einingarnar saman.

 

 

MR. BIG er virkilega notalegur og djúpur sófi að hreiðra um sig í. Með hverri einingi fylgja koddar sem er í sama áklæði og sófin sjálfur. Horneininguna er auðvitað hægt að fá bæði vinstri og hægri.

 

 

Þú velur áklæði og lit á sófann þinn, yfir 130 litir/áklæði eru í boði. Einnig er í boði að velja fætur undir sófann, þá er í boði að velja um: svartlakkaða eik, olíuborna eik, hvíttaða eik og olíborna hnotu.

 

 

Verðið á sófanum ákvarðast algjörlega eftir því hvaða stærð sófinn er og hvaða áklæði er valið. En það er mikill fjöldi áklæða í boði. Verðið sem er gefið upp er verð frá, sem er verðið á minnstu útgáfunni af sófanum og í ódýrustu áklæðunum. Komið endilega við í verslun hjá okkur fyrir frekari upplýsingar eða sendið okkur línu.

"MR. BIG sófi"
hefur verið sett í körfu