Bleikur marmarakertastjaki frá Stoned
Stoned er ungt merki sem var stofnað árið 2014 af tveimur hollenskum herramönnum frá Amsterdam þeim Derkan Atakan og John ter Riet. Þeir skera sjálfir og pússa marmarann á vinnustofunni sinni í Amsterdam. Marmarann fá þeir frá Tyrklandi. En þar sem marmarinn er náttúrulegur efniviður er hver og einn hlutur einstakur.
Kertastjakinn er úr marmara með mattri áferð. Kertastjakinn passar fyrir hefðbundið "dinner" kerti. Einfaldleikinn í kertastjakanum gerir það að verkum að hann ætti að passa í öll rými sem hann fær að prýða.
Efni: Marmari
Stærð: 7 cm á hæð og 4 cm á þvermál
Litur: Bleikur