Winter stories kertastjaki - Bambi
Finnsdóttir er danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2007 af þeim íslensku/dönsku Þóru Finnsdóttur og Anne Hoff. Þóra útskrifaðist úr DanmarksDesign og nýtir sína þekkingu á keramik en Anne Hoff kemur með grafíska og listamanns þekkingu inn í þetta. Merkið hefur vaxið og dafnað og nýtur gríðarlega mikill vinsælda um heim allan.
Winter stories er jólalínan frá Finnsdóttir og er Bambi er hluti af jólalínunni 2017. En það sem gerir þennan stjaka einstaklega sérstakan er það að Snúran sat með Þóru á verkstæðinu hennar í danmörku og hannaði Bamba með þeim. Svo hér er önnur Snúru varan að líta dagsins ljós.
Stærð: 11 cm á hæð og 9,8 cm á þvermál.