Þessi hluti inniheldur ekkert efni.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Þessi hluti inniheldur ekkert efni.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Þessi hluti inniheldur ekkert efni.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Svefnherbergið hennar Berglindar - fyrir og eftir

snúran staff

|

Við kíktum í heimsókn til hennar Berglindar, sem heldur úti síðunni Lífsgleðin á Instagram. Svefnherbergið hennar mátti við örlitum uppfærslum og því hófust framkvæmdir.
Hér kemur svo loka útkoman: 

FYRIR

Svefnherbergið einkendist af mjög dökkum lit á öllum veggjum og lofti en það sem við vildum gera var að birta upp á það með huggulegum beige lit. Við kíktum því til okkar besta fólks í Sérefni og hönnuðum litinn Feng í samstarfi við þau. Liturinn kom einstaklega vel út og var settur á alla veggi og loft.


Sérefni er ekki bara með málningu heldur fullt af öðrum sniðugum vörum eins og rósettur, lista og veggfóður. En valin var rósetta með æðislega fallegum smáatriðum til að hafa í loftinu með hangandi ljósi. 

EFTIR

Að velja rétta lita pallettu fyrir herbergi er svo ótrúlega mikilvægt en sniðugt er að ákveða nokkra grunn liti og vinna út frá þeim í bæði vöruvali og einnig fyrir gardínur og málingu. 

Mjúk og góð rúmföt

Annað sem við vildum gera var að fríska upp á rúmið með góðum rúmfötum og fallegu teppi. En meðal manneskjan eyðir um þriðjung ævi sinnar í rúminu, er þá ekki best hafa rúmfötin þæginleg? og ekki verra ef þau eru falleg í þokkabót.


Rúmfötin eru frá Mette Ditmer, dásamlega mjúk og góð. Þau eru tvílita, beige öðru megin og off-white hinu megin, þannig er hægt að snúa því á báða vegu.


Svo ákváðum við að hafa rúmteppið og púðana aftast í stíl, en það gefur meira svigrúm til að leika sér með aðra púða fremst. Púðinn fremst er úr Dvali línunni frá merkinu Feldur, í brúnum lit. Hægt að fá tvær stærðir og marga liti úr Dvali línunni.

Ljós geta breytt svo miklu

Næst á dagsskrá var að setja almennilega lýsingu inn í svefnherbergið, en yfir rúminu voru tvær dósir og ein í loftinu, því margir möguleikar í boði!


Fallegu Strala ljósin frá Hallbergs urðu fyrir valinu fyrir ofan rúmið, en kúpullinn er úr hvítu efni og er því birtan mjög hugguleg. Rósettan var sett yfir dósina í loftinu og hangandi Ballroom frá Design by Us var þar fyrir valinu en ljósið er með fallegu munstri í kúplinum.
Bæði ljósin eru með gyllt smáatriði sem tala vel saman og passa við hlýju stemninguna.

Fá sem mest úr rýminu

Svefnherbergið er í minni kantinum og þess vegna leituðum við eftir lausnum til að “stækka” það. Ein lausn er að hengja ljósar, léttar og gegnsæar gardínur eins ofarlega og þú getur.


Svo eru það speglar, þeir geta gert svo mikið fyrir lítil rými. Þeir dreifa birtunni um herbergið og láta oft lítil rými líta út fyrir að vera stærri. Óreglulaga speglar eru mikið í tísku núna, svo við ákváðum að fara þá leið og völdum Siendo spegilinn frá Jakobsdals, en einnig er hægt að fá hann stærri!

Ekki gleyma smáatriðunum

Þegar það mikilvægasta er komið, eins og rúmföt og góð lýsing þá er hægt að fara dunda sér í smáatriðunum.


Einfalt náttborð, í beige lit, varð fyrir valinu til að leyfa smá hlutunum á því að njóta sín sem best. Dökki liturinn á kertinu og vasanum gefa skemmtilegan “constrast” á móti beige litnum.

Það er svo sniðugt að nota þurrkuð strá, setur skemtilegan svip á herbergið og það þarf ekki að muna að skipta um vatn!

Langar þig að breyta til í svefnherberginu þínu en veist ekki alveg hvar er best að byrja? Það þarf ekki allt að gerast um leið og stundum er best á að byrja á einu og vinna sig svo út frá því. Ný rúmföt og sætir púðar geta verið góð (og einnig þæginleg) byrjun, svo er næst hægt að hugsa um að mála upp á nýtt og prófa að mála loftið í sama lit og veggirnir.


Þú ert alltaf velkomin til okkar í Ármúla 38, eða hafa samband hér, ef þig vantar hjálp eða góð ráð með hvað hentar þínu svefnherbergi best. 





Við þökkum henni Berglindi fyrir að leyfa okkur að breyta með sér svefnherberginu og leyfa okkur öllum að fylgjast með.


Þið getið fylgt henni og séð fleira um framkvæmdirnar á Instragraminu hennar, Lífsgleðin, og okkar, Snúran.

Leita

x