Topp 10 Bolia sófar
|
|
Ert þú í sófa pælingum?
Skoðum saman 10 vinsælustu sófana frá Bolia
en svo mælum við með að kíkja í verslunina okkar, prófa sófana og skoða öll áklæðin sem eru í boði!
Einingarsófi sem uppfyllir þína drauma um þægindi og fagurleika, en sófinn er með lágum armpúðum og mjúkum sætum. Það er hægt að fá margar mismunandi einingar og tvær dýptir, því getur þú pússlað sófanum saman alveg eins og þér hentar.
Mjúkur einingarsófi með lágum bak- og armpúðum. Sófinn er extra djúpur en hægt er að velja um 100cm eða 120cm á dýpt. Þar sem sófinn er einingarsófi þá eru möguleikarnir endalausir, og alltaf hægt að kaupa inn auka einingu ef t.d. sófinn er settur á annan stað.
Klassíski sófinn frá Bolia sem allir elska. Hann er hannaður þannig að þú getur tekið áklæðið af honum, bæði til að þrífa en einnig ef þú vilt breyta til, þá getur þú einfaldlega pantað nýtt áklæði á sófann. Sófinn kemur í mörgum stærðum og hentar því flestum rýmum. Ásamt því að geta ákveðið efnið á sófann þá getur þú einnig ákveðið hvaða lit þú vilt á fæturnar og hvaða hæð (13cm og 15cm).
Einn af nýjustu sófunum frá Bolia sem hitti algjörlega í mark, enda fáguð og tímalaus hönnun hér á ferð. Falleg smáatriði og blanda af dún og svamp sem gerir sófann mjúkann, eru ástæðurnar fyrir því að þessi nýji sófi er á topp 5 listanum.
Hannaður af Meike Harde sem fékk innblástur frá því að vilja sameina setustofu tilfinningu með einfaldri skandinavískri hönnun. Útkoman var þessi glæsilegi sófi með sterkum stálfótum og fallegum línum. En einnig er hægt að fá skemil og stól í sama stíl.
Þessi sófi er eins og "litli bróðir" Scandinavia sófans en alveg jafn mikil klassík hér á ferð, hann er bara aðeins nettari. En arm- og bakpúðarnir eru mjórri en á Scandinavia sófanum og hentar því einnig vel í lítil rými. En hægt er að velja um margar stærðir og einnig tungu- og/eða hornsófa.
Sófagrindin er mikill hluti af heildar útliti sófans en hún er úr gegnheilli FSC®-vottaðaðri eik og getur þú valið um olíuborna eða hvít-olíuborna. Margar stærðir í boði ásamt stól og skemilum. En grindin vakti svo mikla lukku hjá Bolia að það var einnig gerð rúmgrind og sófaborð í sama stíl.
Einingarsófi með einföldum línum á fallegum mjóum, en sterkum stálfótum. En nýjasta einingar viðbótin er tvíbreið tunga þar sem tveir geta legið saman, svo hentugt!
Nafnið segir meira en þúsund orð, fallegur, mjúkur og þéttur einingarsófi sem þú getur hannað eftir þínu höfði. Fæturnir eru úr gegnheilli eik og getur þú valið á milli olíuborna, hvít-olíuborna eða dökk-olíuborna. Sófa bakið er einstaklega fallegt og getur því sófinn staðið á miðju gólfinu.
Lúxus sófi með ábernandi útliti og nær alveg niður í gólf. Núna er hægt að fjarlægja áklæðið, bæði til að þrífa það en einnig til að breyta útliti á sófanum, og þar að leiðandi að lengja líftíma hans.