SNÚRAN KVEÐUR - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLU

Skoða

Leita

Þessi hluti inniheldur ekkert efni.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Þessi hluti inniheldur ekkert efni.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Þessi hluti inniheldur ekkert efni.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Stofan hennar Berglindar - fyrir og eftir

snúran staff

|

Eftir að svefnherbergis breytingarnar (sjá hér) með Berglindi gengu svona vel var farið beint í vinnugallann aftur og tekið stofuna næst. En stofan hjá henni bíður upp á þann möguleika að hafa tvö rými og því var ákveðið að hafa eina setustofu og hina meira sem kósý sjónvarpshol. 


Við byrjuðum auðvitað hjá okkar fólki í Sérefni og völdum í þetta skiptið Snúru litinn Haven á allt rýmið! En hann er hlýlegur beige litur sem passar með flestu. 

FYRIR

Megin áherslan var að láta stofurnar tala saman og því var mikilvægt að hafa sömu litapalletu í báðum stofunum. Eftir að það var búið að mála veggi, loft og setja upp rósettu frá Sérefni, var tekið niður svörtu gardínustöngina og sett braut í loftið með nýjum gardínum frá Jakobsdals, og vá það gerði svo mikið fyrir heildarmyndina. 

EFTIR

Litapallettan fyrir stofuna voru brúntóna litir, dökkur viður í sófaborðunum og sjónvarpskenk en sófarnir og smáhlutirnir voru í beige og off-white. En í bland við það voru keyptar grænar plöntur og blóm, en græni liturinn er ofboðslega fallegur á móti brúna. 

Kósý sjónvarpshol

Hér vildum við skapa kósý stemmingu en valið var Noora einingasófann frá Bolia sem er extra djúpur og mjúkur. En einingasófar eru þannig að þú pússlar saman þeim einingum sem henta fyrir þitt rými og eru möguleikarnir því endalausir. 


Sófaborðin og sjónvarpsskenkurinn tala vel saman, en bæði eru frá Jakobsdals og í sama dökk brúna lit. Myndin á veggnum er í einkaeign en passaði fullkomlega inn í litapalletuna.


Hugguleg setustofa

Svo var komið að setustofunni, en hér vildum við búa til rými sem þæginlegt væri til að fá sér t.d. kaffibolla með vinum. 


Shahin ljósin frá Design by Us voru sett í rósettuna en þau erum með opal kúpul og gefa því frá sé mjúka og þæginlega birtu. Sófinn í setustofunni er Scandinavia Remix frá Bolia, en hann er "litli bróðir" vinsæla Scandinavia sófans. Svo var sett gólfmotta á gólfið en það getur verið sniðug lausn til að aðskylja rými frá hvort öðru.


Punkturinn yfir i-ið eru grænar plöntur

Grænar plöntur geta gert svo ótrúlega mikið fyrir rými, bæði gefa því góða fyllingu en einnig er græni liturinn fallegur á móti beige litnum. Farið var í nýju Garðheima en úrvalið þar á pottaplöntum er mjög gott, þessar tvær urðu fyrir valinu og koma extra vel út í Botanique blómapottunum.


Svo þegar það helsta er komið þá er hægt að fara leika sér að setja punt hér og þar. En þegar valið er smáhluti sem eru ekki í miklum og mjög áberandi lit, gefur það góðan möguleika á að nýta þá í fleiri rými á heimilinu. Á gluggakistunni má sjá tvo kristals kertastjaka frá Reflections, sem eru á 40% afslætti núna hjá okkur!

Það er svo gaman að breyta til og oft þurfa breytingar ekki að vera miklar en t.d. nýr blómapottur og planta getur breytt rýminu helling. Svo er hægt að gefa sófanum nýtt líf bara með því að þrífa hann og setja nýja púða og teppi.


Endilega kíktu til okkar, í Ármúla 38, eða sendu okkur línu hér, og fáðu góð ráð um hvað væri skemmtilegt að gera fyrir þína stofu eða hvaða rými heimilisins sem er!


Takk fyrir þessar skemmtilegu breytingar elsku Berglind! Þið getið fylgt henni, og séð fleira um framkvæmdirnar á Instragraminu hennar, Lífsgleðin, og okkar, Snúran.

Leita

x